Fruminnheimta
Traust reikningamiðlun og innheimta ehf. sinnir fruminnheimtu fyrir viðskiptavini sína. Með fruminnheimtu er átt við að send er innheimtuviðvörun til greiðanda eins og áskilið er í 7. gr. innheimtulaga nr. 95/2008. Þar er greiðanda kynnt sú krafa sem til innheimtu er og jafnframt skorað á hann að greiða kröfuna eða hafa samband við Traust innheimtu þar sem hann getur samið um kröfuna. Hægt er að senda þessa innheimtuviðvörun í nafni viðskiptavina okkar.
Milliinnheimta
Ef krafa er ekki greidd eftir að innheimtuviðvörun hefur verið send út fer krafan í almennna milliinnheimtu. Í milliinnheimtu er annað bréf sent út og jafnframt hringt í viðkomandi greiðanda. Ef greiðandi hefur enn ekki brugðist við eru send út tvö önnur bréf áður en málið fer í löginnheimtu. Þetta hefur í för með sér aukinn kostnað fyrir skuldara.
Hins vegar er þessi þjónusta viðskiptavinum okkar algjörlega að kostnaðarlausu. Viðskiptavinur okkar stjórnar innheimtuaðgerðum og getur með einföldum hætti stöðvað eða frestað innheimtuaðgerðum kjósi hann svo.
Löginnheimta
Þó svo að meirihluti krafna greiðist í milliinnheimtu getur komið upp að frekari innheimtuaðgerðir séu nauðsynlegar. Ef ekki tekst að innheimta kröfu í milliinheimtu færist krafan í löginnheimta. Það felur í sér að lögmanni er falið að innheimta kröfuna með réttarfarslegum úrræðum.
Áður en til löginnheimtu kemur er samráð haft við kröfuhafa um hvort að tilefni sé til að fara af stað með löginnheimtu. Meta þarf hvert tilvik fyrir sig og hafa innheimtufulltrúar Traust innheimtu góðan bakgrunn í því að meta líkur á endurheimtum vegna viðskiptakrafna sem ekki greiðast í milliinnheimtu.
Kröfuvakt
Sú staða getur komið upp að krafa fæst ekki greidd með innheimtuaðgerðum og ekki er talið hagkvæmlegt að fara í löginnheimtu. Í þeim tilvikum býðst viðskiptavinum okkar að setja kröfu í kröfuvak sér að kostnaðarlausu. Innheimtukerfi Traust innheimtu fylgist þá með kröfunni þar til hún telst fyrnd og hafa samband við kröfuhafa ef það bendir til að líklegt sé að krafa fáist greidd.
Taka skal fram að skráning kröfu í kröfuvakt hjá Traust innheimtu er að kostnaðarlausu fyrir viðskiptavini okkar.
Traust reikningamiðlun og innheimta ehf
Hafnarstræti 97, 600 Akureyri
Sími: 554-8500
Opnunartímar
Opið alla virka daga frá
09:00-12:00
og
13:00-15:00
Aðrar upplýsingar
Kennitala: 600606-1230
Reikningsnr: 0130-26-600606
Netfang: traustinnheimta [hjá] traustinnheimta.is
Vsk. númer: 90932
Eftirlitsaðili: Lögmannafélag Íslands